Málþing um Einar Braga og atómskáldin í Þórbergssetri

Málþing um Einar Braga og atómskáldin í Þórbergssetri

Málþing um Einar Braga rithöfund hefst kl. 14:00 á uppstigningardegi 21. maí og lýkur kl. 14:00 á föstudeginum 22. maí.
DAGSKRÁ
Fimmtudagur 21. maí
14:00       Pétur Gunnarsson. Einar Bragi, samtímamaður.
14:30      Eysteinn Þorvaldsson: „Ég sem orðum ann.“ Um ljóð Einars Braga.
15:10      Kaffihlé
15:30      Aðalsteinn Ásberg. „Í mildu frjóregni.“ Um ljóðaþýðingar Einars
Braga.
16:00      Jórunn Sigurðardóttir: „… get með sanni sagt að ég elska Sápmi
og samísku þjóðina.“ Um Einar Braga og samískar bókmenntir.
19:00       Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá

Föstudagur 22. maí
8:30-10 Morgunverður
10:00   Guðbjörn Sigurmundsson: Maðurinn í heiminum. Um tímann, ástina og
dauðann í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar.
10.30   Soffía Auður Birgisdóttir: Strengurinn sem tengir móður og barn. Um
sjálfsæviskrif Einars Braga.
11:00   Kaffihlé
11:20   Svavar Steinarr Guðmundsson: „Af ímynduðum fundi Heideggers og
Sigfúsar Daðasonar við Miollis-torg í Provence.“
11:50   Hádegisverður
13:00   Fjölnir Torfason: Af mönnum ertu kominn. Um ættir og uppruna Einars
Braga..
13:30   Heimsókn á Sléttaleiti.
Sjá www.thorbergur.is
Allir Velkomnir

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *