Mánudagurinn 25. maí 2009

Um helgina opnaði Ólöf Björk Bragadóttir sýningu á myndum sem hún málaði undir áhrifum af sonnettusveig eftir eiginmanninn, Sigurð Ingólfsson. Sonnettusveigurinn fjallar um ástaratlot manns og konu og er hin erótískasti. Siggi las upp úr sonnettunum á opnuninni og Dætur Satans spiluðu nokkur lög. Þeir sem mættu á opnun voru hressir og kátir og fíluðu prógramið. Í bókabúðinni var sett upp sýning á húsum eftir nemendur Seyðisfjarðarskóla og þar verður hægt að guða á gluggana fram til 7. júní. Sumarliðið streymir í bæinn og stuð stuðullinn hækkar dag frá degi. Við erum að klára að setja saman dagskrána fyrir ÁSeyði og  sjáum fram á að hafa meira en nóg að skemmta okkur yfir langt fram á haust. Dagskráin verður byrt hérna á síðunni í vikunni og verður svo gefin út á prenti í smart hönnun efti Svavar Pétur Eysteinsson um miðjan júní. Annars er enn þá hægt að komast að með uppákomur í Bistróinu/Vesturveggnum. Performansar og tónlist eru eftirsóttur aperativ þarna niðri og þeir sem vilja koma og gera eitthvað meiga hafa samband við okkur. Óla Maja er að skipuleggja flóamarkað og kompudag í bókabúðinni næstu helgi og við vonum að fólk mæti í flokkum með dót á kerrum til að skipta út innbúinu eða losa sig við umframbirgðir!

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *