Hönnunar og hugmyndasamkeppni fyrir börn

Hönnunar- og hugmyndasamkeppni
Stefnt er að því að halda Barnalistahátíð í Reykjavík 2010. Hátíðin er hátíð barna og þeirra sem þykir vænt um börn. Hún er hátíð þar sem börn mæta listum, bæði sem þátttakendur og njótendur.

Auglýst er eftir tillögum að nafni og ímyndarmerki fyrir hátíðina, hvort sem það er grafísk útfærsla á nafninu eða hugmynd að fígúru (dýri eða karakter) sem gæti verið tákn hátíðarinnar.

Öll börn geta skilað inn tillögum.

Skila skal hverri tillögu á sér blaði. Merkja skal hverja tillögu á bakhlið með nafni hugmyndasmiðs, bekk og skóla eða heimilisfangi og símanúmeri. Tillaga að merki skal vera í 2 litum á A4 blaði en hugmynd að fígúru er hægt að skila í hvaða efni sem er.

Tillögum skal skilað fyrir 15. ágúst á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2.

Við höfum áhuga á að fá hugmyndir úr sem flestum áttum og væri því gaman ef þið gætuð nýtt ykkur þessa samkeppni á námskeiðum ykkar í sumar.

Bestu kveðjur,
_______________________________

Svanhildur Guðmundsdóttir
Viðburðafulltrúi Höfuðborgarstofu
svanhildur.gudmundsdottir@reykjavik.is
Sími: 590 1509

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *