Ný sýning: Birgir Andrésson, Tumi Magnússon & Roman Signer

Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Roman Signer

Opnun laugardaginn 10. júlí kl 16:00

Svissneski listamaðurinn Roman Signer hefur á undanförnum árum tengst Íslandi með ýmsum hætti, bæði sýnt verk sín hér á landi en einnig unnið með íslenskum listamönnum. Þar á meðal eru þeir Tumi Magnússon, sem nú býr og starfar í Danmörku og á Seyðisfirði og Birgir Andrésson, en hann lést fyrir aldur fram árið 2007. Tumi Magnússon og Roman Signer sýna meðal annars ný verk sem þeir hafa unnið sérstaklega fyrir Skaftfell, en sýnd verða textaverk eftir Birgi Andrésson.

Sýningin mun standa til 30. september.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *