I want to feel how close you are

29.09.11 – 16.10.11

Listamennirnir Barbara Amalie Skovmand Thomsen og Ulla Eriksen hafa aðstoðað hvora aðra í mörg ár en verkin sem þær sýna í Bókabúðinni – verkefnarými er þeirra fyrsta verk sem þær vinna sameiginlega. Meðal annara verka sýna þær nýtt zen myndbandsverk, Bylgja, sem var tekið upp í jarðböðunum við Mývatn og teikningar af steinum ásamt ljósmyndum sem unnar voru með nemendum 9. bekkjar Seyðisfjarðarskóla en þær Barbara og Ulla tóku þátt í myndmenntakennslu nemendanna.

 

Sýningin byggir á hugmyndinni um tvíeikið eða dúettinn. Grunnurinn að baki öllum verkunum er því senur, stykki eða gjörningar fyrir tvo.

 

Barbara Amalie Skovmand Thomsen og Ulla Eriksen búa báðar og starfa í Amsterdam. Leiðir þeirra lágu saman þegar þær voru báðar við nám í Gerrit Rietveld Listaakademíunni í Amsterdam. Í verkum sínum fást þær báðar við samheingi hlutanna – manneskjuna sem hluta af heiminum, í samhengi og sambandi við náttúruna. Hvernig mennirnir hafa áhrif hver á annan í gegnum samskipti og samsömun hver með öðrum.

 

Barbara Amalie Skovmand Thomsen er gestalistamaður í Skaftfelli í ágúst og september 2011.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *