Listaverk eftir Geira á sýningu í Brisbane

Skaftfell hefur lánað tímabundið sex verk eftir Geira, Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999),  á samsýningu í MetroArts í Brisbane, Ástralíu.

Sýningin ber titilinn A ship called she og er í umsjón Catherine or Kate, ástralskra listamanna sem voru gestalistamenn Skaftfells á síðasta ári. Að undanförnu hafa listamennirnir dvalið í gestavinnustofu á vegum MetroArts og er sýning afrakstur af þeirri vinnu. Sýningin stendur frá 9.-26. maí.

Sjá nánar:

http://metroarts.com.au/?page=59

http://metroarts.com.au/popup_static.php?id=718

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *