FAVORITE SPOTS

17.06.-27.06.

Verkefni Takeshi, Favourite Spots, byggist þá því að íbúi Seyðisfjarðar fara með hann og myndavélina hans á uppáhaldsstað sinn, í eða við bæinn. Í sameiningu taka þeir viðhafnar ljósmynd af staðnum og þátttakandinn gerir grein fyrir vali sínu. Með þessu ferli vonast listamaðurinn eftir því að búa til sjónræna framsetningu á hugsunum, hugmyndum og sögum Seyðfirðinga.

Takeshi Moro er aðstoðarprófessor í listum og listasögu í Santa Clara Háskólanum, San Francisco. Hann hefur kennt ljósmyndun í Bowling Green State háskólanum og Otterbein háskólanum, í Ohio. Takeshi hlaut BA gráðu frá Brown háskólanum og vann tímabundið í fjármálageiranum. Ljósmyndun átti þó hug hans allan og fór hann að stunda ljósmyndaáfanga í Rhode Island School of Design. Í kjölfarið útskrifaðist hann með MFA  gráðu frá the School of the Art Institute of Chicago, árið 2008.

www.takeshimoro.com

Sýningin er hluti af sumarsýningarröð Skaftfells 2012 Reaction Intermediate.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *