Fræðakistillinn

Fræðsluverkefni fyrir grunnskóla Austurlands, 2008-2009

Fræðakistillinn er samstarfsverkefni Skaftfells og Tækniminjasafns Austurlands og er jafnt liður í safnakennslu Tækniminjasafnsins og fræðslustarfi Skaftfells. Um er að ræða farandverkefni fyrir eldri bekki grunnskóla en verkefnið mun einnig nýtast öðrum aldurshópum. Fræðakistillinn er ferðakistill sem inniheldur safn verkefna sem nemendur að leysa af hendi með aðstoð kennara þar sem unnið er með undur og dásemdir tækni, myndlistar og mannshugans.

Tengslin á milli lista og vísinda eru megin þema verkefnisins. Fjallað verður lauslega um helstu uppgötvanir og uppfinningar sem nútíma rafeindatækni byggist á og hlut skapandi hugsunar og uppgötvana í myndlist og vísindum. Efnið byggist á nokkrum litlum verkefnum þar sem unnið verður með raunverulegan búnað og einnig verður notast við myndir og texta til skýringar. Gert er ráð fyrir að kistillinn muni skýra sig sjálfur og þarfnist ekki mikilla leiðbeininga. Kistillinn er ekki stærra en svo að vel rúmist í skottinu á venjulegum fólksbíl. Kistillinn er ekki þyngri en svo að einn fullorðinn maður eða tvö hálfstálpuð börn geta borið hann. Þegar kistillinn er opnaður kemst hann komast fyrir á gólffleti sem er hið minnsta 3 sinnum 1.5 metrar með venjulega lofthæð ( getur vel notað stærra pláss einnig). Ekki er þörf á neinum aukahlutum né sérþekkingu til þess að vinna með kistilinn en gert er ráð fyrir því að notendur hafi aðgang að 240 volta riðstraum.

Kistillinn er hannaður í smiðju Tækniminjasafni Austurlands. Skaftfell tekur þátt í hönnun kistilins og hefur umsjón með myndlistarþætti hans. Pétur Kristjánsson, safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands og myndlistarmaður, Helgi Örn Pétursson, myndlistarmaður og forvörður, Kristín Dýrfjörð, emilio regio sérfræðingur, Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarmaður og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík, Bjarni Sigurbjörnsson, myndlistarmaður og smiður og Pétur Magnússon, myndlistarmaður og smiður komu öll að hönnun, þróun og smíði kistilins.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *