ANGUR : BLÍÐA

19 maí 2007 – 23 jún 2007
Aðalsýningarsalur

Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi annaðhvort jarðarskika eða bátshlut. Myndlistarmennirnir Jón Garðar Henrysson, Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar eiga hlut í bát. Nú stökkva þeir um borð og sigla á ný. Þeir sigldu norður í fyrra með Far:angur en nú sigla þeir til austurs í Angur:blíðu. Túrinn norður gaf fyrirheit og nú sækja þeir áfram á önnur mið, Seyðisfjörð. Áhöfnin hefur þekkst lengi – um borð eru vistir, veiðarfæri og vertíðin er að hefjast. Rétt eins og bóndinn á sinn jarðarskika sem hann ræktar, þá á sjómaðurinn sín mið sem hann sækir. Þeir eru hluti af  því sama og eiga hvor um sig hlutdeild í heildinni. Angur:blíða er heild með margræða merkingu sem samanstendur af aflabrögðum hvers og eins. Aflinn verður til sýnis frá 19. maí – 23. júní 2007 í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli, Seyðisfirði.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *