Radiotelegraph – 107.1 FM

Radiotelegraph er hljóð- og sjónviti sem er varpað með lág-vatta einkasendi á Seyðisfirði, í kringum 107.1 FM og samtímis á tilraunavettvanginum „Radius“ í Chicago, 88.9 FM. Útsendingin hefst við sólsetur á Seyðisfirði, dagana 7.-11. október.

Árið 1906 var ekki aðeins árið sem Seyðisfjörður tengdist Evrópu í gegnum úthafs kapal, það ár var einnig fyrsta þráðlausa hljóðsendingin af mannsrödd, send af Reginald Fessenden hinum engin við Atlantshafið frá Brant Rock Massachuetts í Bandaríkjunum.

Rödd, rafeindatækni og útvarpsmerki eftir Önnu Friz, tekið upp og blandað á Hóli, Seyðisfirði.

Anna Friz er kanadískur hljóð- og útvarps listamaður, með aðsetur í Chicage, Bandaríkjunum. Hún sérhæfir sig í sendingu á fjölrásakerfum fyrir innsetningar, gjörninga og útsendingar. Útvörpun er kjarni verka hennar, bæði sem viðfangefni og miðill. Hún semur einnig verk fyrir leikhús, dans, kvikmyndir og gjörninga sem hverfast um fjölmiðlamenningu eða afhjúpa innri landslag. Anna er gestalistamaður Skaftfell í september og október. www.nicelittlestatic.com

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *