RIFF úrval 2013

Skaftfell, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Seyðsifirði dagana 11. og 12. nóvember.

Til sýnis verða fjórar heimildarmyndir í Bistróinu.

Aðgangseyrir er 500 kr., engin posi.

Mánudagur, 11. nóv

Kl. 20:00  Indversk sumar
Kl. 21:30  GMO OMG

Þriðjudagur 12. nóv

Kl. 20:00   Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu
Kl. 22:00   Valentínusarvegur

Nánar um myndirnar:

INDVERSKT SUMAR / Indian Summer
Simon Brook
France, 2013, 84 mín.

Indverskt sumar er gamansöm vegamynd um ferðalag um Suður-Indland til að kanna læknismeðferðina Ayurvedic, fimm þúsund ára óhefðbundna lækningu. Myndin fylgir óvenjulegu pari: Heimsfrægum frönskum eitlalækni sem þráir að kynnast annars konar lækn- ingum og draga þekkingu sína í efa og fyrrverandi sjúklingnum hans sem valdi indverskar lækningar fram yfir þá meðferð sem mælt er með. „Læknisfræðilegur gaman- leikur“ sem fjallar á nýstárlegan og frumlegan hátt um efnið.

 

GMO OMG
Jeremy Seifert
United States, Haiti, Norway, 2013, 75 mín.
Stikla: http://youtu.be/ynyB2fNn8kQ 

EBM GMG segir leynda sögu þess að risavaxin efnafyrirtæki hafa tekið yfir fæðuframboð okkar; landbúnaðarlegu hættuástandi sem er orðið að menningarlegu hættuástandi. Myndin fylgist með baráttu leikstjórans og fjölskyldu hans fyrir því að lifa og borða án þess að taka þátt í óheilbrigðu, ósanngjörnu og eyðileggjandi fæðukerfi. Er yfirtaka fæðu- kerfis heimsins óafturkræf?
Eða er enn tími til að endur- heimta hreinleikann, bjarga líffræðilegri fjölbreytni og okkur sjálfum?

 

SJÓRÆNINGJAFLÓINN FJARRI LYKLABORÐINU
/ TPB AFK: The Pirate Bay Away
Keyboard Simon
Sweden, Denmark, Norway, 2013, 82 mín.
Stikla: http://youtu.be/KCAGb7oSwDs 

Myndin er einstakt tækifæri til að kíkja á bakvið tjöldin í umdeildu dómsmáli vegna höfundarréttarbrota gegn stofnendum deilisíðunnar Sjóræningjaflóans. Þegar hakkara-undrabarnið Gottfrid, vef-aktívistinn Peter og tölvunördið Fredrik eru fundnir sekir standa þeir frammi fyrir raunveruleika lífsins án netsambands – fjarri lyklaborðinu. En djúpt niðri í myrkviðum gagnaveranna leynast tölvur sem halda hljóðlega áfram að afrita skrár.

 

VALENTÍNUSARVEGUR / Valentine Road
Marta Cunningham
United States , 2013 89 mín.
Stikla: http://vimeo.com/72726110 

Þessi mynd, sem var heimsfrumsýnd Sundance árið 2013, mun bæði valda þér hugarangri og gefa þér spark í rassinn.
15 ára drengur spurði annan dreng hvort hann vildi vera Valentínusarskotið hans á skólalóð í úthverfi Kaliforníu. Næsta dag var hann látinn, skotinn með köldu blóði í höfuðið af 14 ára skotinu sínu. Valentine Road er á stundum yfirgengileg, eyðileggjandi og svívirðileg, þar sem hún kafar ofan í hommahatur, kynjamisrétti, kynþáttahatur og stéttabaráttu sem einkennir hið hversdagslega bandaríska líf.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *