hér.e

15.08.09-15.09.09
Vesturveggurinn – Skaftfelli

Sýningin opnar samtímis á tveim stöðum, opnun í Skaftfelli hefst klukkan 23:30 að kvöldi 15. ágúst. Á miðnætti mun fara fram gerningur.

ÍSLAND
00:00 MIÐNÆTTI
Vesturveggurinn
Skaftfell Seyðisfirði Laugardaginn 15. ágúst

AOTEAROA  (Nýja Sjáland)
12:00 NOON
Vic Design School Sunday 16 August 2009.

hér.e er sýning á sjón- og tónverkum sem á sér stað á sama tíma á Seyðisfirði og í Wellington á Nýja Sjálandi.
Sýningin samanstendur af ljósmyndum, þrívíddarverki og hreyfimyndum auk tónverks, innblásnu af sjónverkunum.

 

Þar sem þeir koma saman, dagarnir.

Þegar sólin sest og rís samtímis.

Þegar dagurinn kveður og biður að heilsa, og bíður daginn góðan dag.

Þar sem þær koma saman.

Sólin morgundagsins og sólin gærdagsins.

Hún sem hefur daginn sem hin hefur ekki séð.

Hin sem horfir útí nóttina, yfir hafið sem hefur hafið daginn, hinum megin.

Kristín Arna Sigurðardóttir

Verkin eru unnin sitthvoru megin kringlu, af systrunum Kristínu Örnu og Þórunni Grétu Sigurðardætrum.
Kristín Arna útskrifaðist sem iðnhönnuður í maí síðastliðnum. Hennar kall yfir höfin eru sjónverk, ljósmyndir og hreyfimyndir.
Þórunn Gréta nemur tónsmíðar og píanóleik við Listaháskóla Íslands og svarar kalli systur sinnar með tónverki.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *