Á næsta ári fagnar Skaftfell 20 ára starfsafmæli og margt í vinnslu til að fagna áfanganum. M.a er verið að vinna að útgáfu afmælisrits í samstarfi við Miðstöð menningarfræða með það að leiðarljósi að skjalfesta 20 ára sýningar og menningarsögu Skaftfells. Birt verður ágrip af sögu Skaftfells, þessarar einstöku myndlistarstofnunar þar sem samtímamyndlist dafnar og þrífst á jaðarsvæði. Það verður gert með því að notast aðallega við myndefni, ljósmyndir og útgefið efni tengt sýningum, gestavinnustofum, fræðsluverkefnum og annarri starfsemi Skaftfells þessi tuttugu ár.
[box]Af þessu tilefni köllum við eftir gögnum, í hvaða formi sem er, sem tengist miðstöðinni. Ef þú átt sýningarskrá, veggspjald, ljósmyndir o.s.frv. sérstaklega frá fyrstu árunum endilega hafðu samband s: 472 1632, skaftfell@archive.skaftfell.is.[/box]