Ultima Thule

Atlas Ódysseifs – Kęstutis Montvidas (LT) og Jūra Bardauskaité (LT)

Hólminn í lóni Fjarðarár, 15. og 16. febrúar 2019, milli kl. 18:00 og 22:00

Atlas Ódysseifs er heitið á samstarfi listamannanna Kęstutis Montvidas og Jūra Bardauskaité og er fyrirbærið eyjan megin viðfangsefni þeirra. Við dvöl tvíeykisins í Skaftfelli ákváðu þau að rannsaka hið dularfulla eðli eyja og nýta til þess hólmann í lóni Seyðisfjarðar.

Á meðan á listahátíðinni List í ljósi stendur munu Atlas Ódysseifs kynna verkið Ultima Thule sem er óræð, gagnvirk ljósainnsetning í hólmanum. Listrænt inntak verksins er að skapa tengingu milli hólmans og Ultima Thule og bjóða gangandi gestum upp á andlegt ferðalag.

Verkið Ultima Thule verðir til sýnis á meðan á List í ljósi stendur þann 15. og 16. febrúar 2019 frá kl. 18:00 til 22:00.

Þessi smáeyja er eyðileg og lítilfjörleg, en á einhvern hátt nær hún að fanga augnarráð áhorfandans í einu vetfangi. Hún er ógreinileg, staðsett í miðjum bænum, umlukin mörgum ósvöruðum spurningum og á sama tíma óspurðum. Er hún heilög eða yfirgefin? Af hverju er hún ekki sýnileg á landakortum? Er hún jafnvel frekar táknmynd um sjálfa sig heldur en raunveruleg eyja?

Því er haldið fram að Pýþeas (grískur landkönnuður frá 4. Öld f.Kr.) hafi siglt alla leið til Íslands og gefið eyjunni heitið Ultima Thule, Eyjan á norðurhjara. Því miður týndist ferðabókin hans og því ekki hægt að staðfesta tilvist þessarar eyju. Samt sem áður hefur ímynd Ultima Thule aldrei horfið. Hún bjó til huglægt samband milli eyja og hins óþekkta.

Kęstutis Montvidas and Jūra Bardauskaité eru listamenn frá Litháen sem um þessar mundir ferðast á milli gestavinnustofa í tengslum við eyjarannsóknir sínar. Þau hafa dvalið í Skaftfelli í janúar og febrúar. Dvöl þeirra er styrkt af Nordic Baltic Mobility Programme.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *