Teikningar og tjáning í samkomubanni

Í gegnum tíðina hefur gestum Bistrósins í Skaftfelli staðið til boða að setja niður hugmyndir sínar og hugsanir á A4 blað með teikningum og textum og er blöðunum síðan safnað reglulega saman og bundin saman í bók. 

Það eru undarlegir tímar og langar okkur til að skapa tækifæri fyrir fólk til að skrásetja á skapandi hátt viðbrögð, hugsanir og tilfinningar sínar á þessum óvissutímum. Við bjóðum þér að tjá allt þetta á blað og færa Skaftfelli. Þegar samkomubanni lýkur vonumst við til þess að setja upp stutta sýningu með afrakstrinum og síðar binda saman í bók og verður þannig til skrásetning frá þessum tíma í bókasafni Skaftfells. 

Einu tilmælin eru að teikningar, textar o.s.frv. verða að vera á A4 blaði og verður hægt að skila þeim í kassa í Kjörbúðinni á Seyðisfirði eða senda á Skaftfell, Austurvegi 42, 710 Seyðisfjörður.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *