(Matter/Efni) – Kirsty Palmer í galleríi Vesturveggur

Ný sýning í galleríi Vesturveggur í bistrói Skaftfells stendur frá 5. maí.

(Matter/Efni) er samansafn nýrra verka sem Kirsty Palmer (UK) vann að á meðan hún dvaldi sem gestalistamaður í Skaftfelli frá febrúar til maí 2020 og er viðbragð við umfjöllunarefni sem eru Kirsty hugleikin. Í verkunum skoðar hún tilurð mynda í samhengi við miðil sem er í stöðugri þróun í verkum hennar sem samanstanda aðallega af skúlptúrum og staðbundnum verkum.

Kirsty Palmer býr og starfar í Glasgow. Drifkrafturinn í verkum hennar byggir oft á formföstum nálgunum;  efnið sjálft, breytilegt ástand þess og  sjálft sköpunarferlið. Hún hefur áhuga á fyrirbærafræðilegum möguleikum í tengslum við hið efnislega, fornleifafræði og landslag í formi minninga. Verk hennar eru oft sett fram eins og staðbundnir „eyjaklasar“ sem samanstanda af flötum, formum og myndum og er í sjálfu sér hægt að hugsa sér þá sem eins konar minningu; helguð ákveðins áþreifanlegs svæðis, myndar eða ferlis.

Kirsty útskrifaðist með MA-gráðu frá Listaháskólanum í Glasgow 2014 og BA-gráðu 2010. Nýjustu sýningar sem Kirsty hefur tekið þátt í er m.a. LANDING, Glasgow Project Room, Glasgow (2019); Of A Mountain/Af fjalli, Bræðraborg, Ísafjörður (2018); Flock & Fold, SÍM, Reykjavík (2018), I S L A N D S, Patriothall Gallery, Edinborg (2017).

Fyrir vinnustofudvöl sína hlaut Kirsty styrk frá Creative Scotland Open Project Funding.

Vegna COVID-19 er bistróið (og Vesturveggur) ópið alla virka daga kl. 12:00-13:00 og 18:00-20:00, og um helgar kl. 18:00-21:00.

 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *