Fréttir: Skaftfell Bistró

Skaftfell  tilkynnir nýja samstarfsaðila í rekstri Skaftfells Bistró og boðar enduropnun veitingastaðarins í byrjun maí. Nýir framkvæmdastjórar–Eva Jazmin, Sesselja Hlín, Garðar Bachmann, Hörvar, og Sóley Guðrún–búa yfir margra ára reynslu af matreiðslu og móttöku gesta. Undir stjórn yfirmatreiðslumannsins Garðars Bachmann mun Skaftfell Bistró bjóða framsýnan matseðil með hefðbundnum íslenskum mat með frumlegum snúningi. 

Í samræmi við reglur Skaftfells um sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni verður lögð áhersla á fersk, staðbundin matvæli, þar á meðal fisk, kjöt, grænmetisrétti, austfirskan bjór og lífræn vín. Veitingastaðurinn mun vegsama hafið og landið með því að styðja og kynna staðbundnar vörur og framleiðendur þeirra.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *