Velkominn Jonas Bentzer

Við bjóðum Jonas Bentzer hjartanlega velkomin sem gestalistamann Skaftfells í Nóvember. Jonas vinnur hugmyndalega með skúlptúr og skúlptur sem athöfn. Verk hans geta innihaldið skilyrði fyrir, ummerki um eða verið viðvarandi athöfn. Skúlptúrarnir eru oft lifandi og eru hluti af eða mynda kerfi. Undanfarin ár hefur hann unnið að því að vinna í samstarfi við sitt ó-mannlega umhverfi. Verk hans rannsaka náttúruna og eru tilraun til að ná til, meðhöndla og skilja umhverfi okkar. 

Þetta gerir hann oft með því að smíða tæknilega lausnir. Oft á tíðum mjög flóknar lausnir sem líkja eftir mjög einföldum látbrögðum í náttúrunni. Með þessu varpar hann ljósi á þessar hreyfingar sem við fyrstu sýn virðast einfaldar en eru í raun flóknari en þær virðast.

Í dvöl sinni hjá Skaftfelli mun hann koma umhverfi sínu inn í tölvuna í gegnum þrívíddarskönnun og byggja upp stafræna – sýndarveruleika og ritgerð. 

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *