Jan Krtička, AiR ´22: Kortlagning hljóðs

Kortlagning hljóðs. Þegar tékkneski hljóðlistamaðurinn Jan Krtička dvaldi í Skaftfelli haustið 2022 tók hann upp hljóð á ýmsum stöðum í Seyðisfirði og á Skálanesi. Hægt er að nálgast upptökurnar á hinni stórkostlegu heimasíðu aporee.org/maps/, sem er safn hljóðupptaka frá því víðs vegar í heiminum. Listamannadvöl Jans var hluti af verkefninu Gardening of Soul, samvinnuverkefni Skaftfells og Univerzita Jana Evangelisty Purkynev Ústí nad Labem í Tékklandi.

Jan Krtička: Ég dvaldi í mánuð á Seyðisfirði og kannaði umhverfið þar. Íslenskt landslag er mjög sérstakt, ég hafði aldrei séð neitt þvílíkt áður. Við þekkjum öll ljósmyndir af íslensku landslagi, en veit einhver hvernig Ísland hljómar? Ég tók upp hljóð á ýmsum stöðum í kringum Seyðisfjörð og setti á vefsíðuna aporee.org, til að deila hljóðupplifun minni af þessum einstaka stað.

Seyðisfjörður soundscapes:

Austurvegur 22, Seyðisfjörður, early Sunday morning, 16.10.22

Seyðisfjörður, A small waterfall near the Tvísöngur sculpture, 20.10.2022

Skálanes, Sea, cliffs, birds, 19.10.2022

Seyðisfjörður, Falling Ice, 29.10.2022

Vestdalur, Seyðisfjörður, Railings at the viewpoint, 24.10.2022