Jarð • vegur

Jarð•vegur — Cristina Mariani og Moa Gustafsson Söndergaard
24. maí – 27. júní, Vesturveggur, Skaftfell bistró
Opið þriðjudaga – laugardaga 15:00-23:00

Verið velkomin á opnun nýrrar sýningar á Vesturvegg Skaftfell bistró föstudaginn 24. maí klukkan 16.00. Í sýningunni jarð•vegur kallast á verk tveggja gestalistamanna Skaftfells; Cristinu Mariani og Mou Gustafsson Söndergaard sem hafa undanfarna tvo mánuði unnið hlið við hlið hver að sínum verkum sem bæði sækja efnivið í nærumhverfi Seyðisfjarðar. Verkin eru unnin í @prentverkseydisfjordur.
Verk Mou Gustafsson Söndergaard „Það sem flæðir gegnum mínar hendur fæðir gegnum jörðina “ er röð mynda sem unnar voru í eins mánaðar dvöl í Skaftfelli listamiðstöð. Verkið er samtal efnis og hreyfingar og rannsakar tilfærslur og breytingar í umhverfi okkar bæði af mannavöldum en einnig er það hluti af stærri takti breytinga í náttúrunni. Verkið sem rannsakar lög, landslag og prentunarferlið hefur verið unnið í tengslum við skipulagðar göngur listamannsins um svæðið. Hugmyndin um endurtekningu hefur verið mikilvæg í ferlinu, svo líka hugsunin um náttúruna sem umbreytandi afl og samband okkar við hana.
Rannsóknir Cristinu Mariani beinast að skynjun á jarðvegi og steinum sem óbreytanlegum og óvirkum einingum, samkvæmt tíma mannsins er það sem breytist hægt talið óhreyfanlegt. Mótað með því að blanda lífpólýmer sem notað er í matvælaiðnaði og staðbundnum efnum eins og jarðvegi, grjóti, plöntum og mosa, eru jarðvegslífplastefni (e. soil bioplastics) skammvinn listaverk sem gætu horfið og snúið aftur til náttúrunnar undir áhrifum vatns og heiðar. Notkun lífplasts, nýlegs efnis og hugsanlegur staðgengill fyrir hið raunverulega plast, fagnar post-fossil menningu. Hversu viðkvæmt sem það er, getur lífplast varað lengur en flestur búnaður og raftæki sem fylla daglegt líf okkar og færir hugmyndina um fyrirhugaða úreldingu í átt að sjálfbærni. Á þessum flötum skerast mismunandi tímar steina, jarðvegs, lífplasts og jarðfræðilegta gagna, um leið og þeir verða og hverfa.