Jöklar: 6 leiksýningar í einu. E. Steinunni Knútsdóttur og Hrafnhildi Hagalín

Jöklar
6 leiksýningar í einu
e. Steinunni Knútsdóttur og Hrafnhildi Hagalín

Leikari á Seyðisfirði: Halldóra Malin Pétursdóttir
Aðrir leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Ársæll Níelsson og Hellen Gould.

Sýningar:
Sýningar á Seyðisfirði fara fram á efri hæð Norðurgötu 5 (Draumhúss).
15. apríl kl.20:00 frumsýning
16. apríl kl 20:00
17. apríl kl 20:00
21. apríl kl 20:00 Bíó Paradís + aðrir staðir
23. apríl kl 20:00 Bíó Paradís + aðrir staðir

Miðasala í s. 898 3412 – Miðaverð kr. 2.500 (einn miði gildir á allar sýningar nema í Bíó Paradís þar sem miðaverð er kr. 1.000)
Athugið að einungis er um fá áhorfendasæti að ræða á hverri sýningu og því ráð að tryggja sér miða hið fyrsta.

Jöklar er netleikhúsverk sem nýtir sér veraldarvefinn sem yrkisefni og leikrými. Verkið sem segir eina sögu í sex birtingarmyndum er leikið á milli landshluta og brýst út í gegnum veraldarvefinn inn í raunveruleg rými á fjórum stöðum á Íslandi, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði og yfir hafið til óþekkts staðar þar sem fimmta leiksýningin fer fram.  Á hverjum stað fyrir sig upplifa áhorfendur söguna útfrá þeirri persónu sem stendur frammi fyrir þeim en á netinu bætist við sjötta birtingarmyndin en þar geta áhofendur fylgst með fléttunni eins og hún leggur sig í beinni útsendingu.

Ófeigur, 53 ára gamall fyrrum dansari  í hjólastól sem lifir lífi sínu að mestu á netinu, þykist hafa fundið allsherjarlausn fyrir þá landa sína sem eiga við hvers kyns andlega erfiðleika að stríða sökum ástandsins í þjóðfélaginu. Hann auglýsir meðferð, sem á rætur sínar að rekja til íhugunarkerfis frá Ástralíu, en því hefur hann  kynnst í gengum sjálfshjálparsíðuna Glacier-world.net.  Til hans leita þrjár persónur sem búa sín í hverjum landshlutanum og eiga allar við einhverskonar getuleysi að stríða.

Verkið er hægt að upplifa hvort heldur með því að sækja leiksýningarnar og/eða fara  í netleikhúsið www.herbergi408.is og sjá hvernig allar sýningarnar fléttast saman í eina heild á tölvuskjánum.  Þá er einnig hægt að fara í Bíó Paradís, 21. og 23. apríl, og sjá allar sýningarnar í einni sýningu.

Aðstandendur:

Steinunn Knútsdóttir, höfundur og leikstjóri

Hrafnhildur Hagalín, höfundur og dramatúrg

Aðalbjörg Árnadóttir, leikari

Árni Pétur Guðjónsson, leikari

Ársæll Níelsson, leikari

Halldóra Malín Pétursdóttir, leikari

Hellen Gould, leikari

Rebekka Ingimundardóttir, leikmynda- og búningahönnuður

Jarþrúður Karlsdóttir, tónskáld

Hákon Már Oddsson, kvikmyndagerð og tæknistjórn

Snorri Gunnarsson, rafræn leikmynd og ljósmyndun

Bjarni Massi Sigurbjörnsson, listrænn stöðvarstjóri Ísafjörður

Helgi Örn Pétursson, listrænn stöðvarstjóri Seyðisfjörður

Vigdís Arna Jóns Þuríðardóttir, listrænn stöðvarstjóri Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdarstjóri

Verkið er unnið í samstarfi við Símann og með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytis.