Home » 2010

Listamannaspjall #1 og opnun sýninga í­ Skaftfelli

Gestalistamenn septembermánuðar, þau
Lina Jaros, Geir Mosed & Jens Reichert
bjóða til listamannaspjalls í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi
föstudaginn 10. september kl. 17:00
þau munu halda stutt erindi um verk sín og sýna myndir.

Á sama tíma mun Jens Reichert opna sýninguna Washed ashore á Vesturveggnum og Geir Mosed opnar jafnframt sýninguna Plucked í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells.

Lina Jaros, f. 1981 í Svíðjóð býr og starfar í Stokkhólmi. Hún lauk námi frá Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi 2009. Með ljósmyndavélina að vopni kannar Lina Jaros sálfræði hins óræða eða óljósa, hún stefnir saman manngerðum hlutum og náttúrulegum í uppstillingum sem svo verða að ljósmynd þar sem mörk  innra og ytra umhverfis renna saman. Lina Jaros mun sýna í Bókabúðinni í Október.

Geir Mosed, f. 1978 í Noregi býr og starfar í London. Hann lauk ljósmynda námi frá London Collage of Comunication árið 2008. Sýning Geirs í Bókabúðinni, Plucked, er einskonar rannsókn á tvíræðni heimilisins, félagslegri einangrun og mannlegum tengslum.

Jens Reichert, f. 1967 í Þýskalandi, býr og starfar í Freiburg. Jens er skúlptúristi í grunninn en hann fæst einnig við innsetningar, málverk, ljósmyndun og hljóð. Á sýningunni á Vesturveggnum mun Jens sýna litla skúlptúra, fundna hluti og ljósmyndir.

Skaftfell_dsc00800