Home » 2011

Listamannaspjall #4 og kynning:

Listamannaspjall og kynning:
Gestalistamenn Skaftfells sýna og segja frá
Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17:00 í Bistrói Skaftfells.

Listamannatvíeikið Konrad Korabiewski og Litten tala um verk sín og kynna hljóð-bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være“ (Affected as only a human being can Be).

Listamaðurinn Anthony Bacigalupo talar einnig um verk sín og sýnir kvikar myndir.

Konrad Korabiewski (1978) tónskáld og listamaður fæst við tilraunakennda raftónlist þar sem innihald, stemning og upplifun hlustandans skipa megin hlutverk. Korabiewski nýtir sér tæknina til að tjá heimspekilegar vangaveltur og listræna hugmyndafræði með verkum sínum. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikastöðum og hátíðum um Evrópu.

Litten (1977) fæst við blandaða miðla. Heimspekilegar vangaveltur þar sem mannleg skynjun og þróun er í brennipunkti finna sér farveg í innsetningum, ljósmyndun, klippimyndum, tilraunakenndum kvikmyndum og teikningu/málun. Litten stundaði nám í textíl list og visual comunication við Textílskólann í Hellerup og Danmarks Designskole auk þess að vera sjálfmenntuð sem listamaður.

Korabiewski og Litten eru gestalistamenn á Hóli í janúar og febrúar 2011.
http://korabiewski.com
http://litten.info

Anthony Bacigalupo (f.1984 í Kaliforníu) hefur búið á Íslandi í um eitt ár. Bacigalupo er menntaður sem ljósmyndari en hefur þó mest fengist við hljóð/myndbands innsetningar, stundum á sviði með hljómsveit. Upp á síðkastið hefur hann í auknu mæli fengist við textagerð og skúlptúr. Sem stendur vinnur hann að polaroid seríu auk stuttra sjónrænna hljóðmynda en þau verk mun hann kynna í listamannaspjallinu.

Bacigalupo er gestalistamaður í Járnhúsinu í febrúar 2011.
http://www.anthonybacigalupo.com/

‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’
(Affected as only a human being can Be)
Hljóð/bókverk listamannatvíeikisins Konrad Korabiewski og Litten er frumlegt verk þar sem möguleikar bókverksins sem gagnvirks miðils eru kannaðir. Verkið hefur verið tilnefnt til hinna virtu Swatch Young Illustrators verðlaunanna í Berlín.
Ýtarlegri texti um verkið á ensku er hérna að neðan.
http://www.paavirketsomkunetmenneskekanvaere.dk