Listamannaspjall: Eva Beierheimer & Samuel Brzeski

Þriðjudaginn, 12. október, kl. 16:30 – 17:30 í Herðubreið

Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall þriðjudaginn 12. október kl. 16:30-17:30 í Herðubreið. Myndlistamennirnir Eva Beierheimer (AT/SE) og Samuel Brzeski (UK/NO) sem dvelja nú í Skaftfelli munu kynna listrænt starf sitt og segja frá verkefnum sem þau hafa sinnt við dvöl sína hér á Seyðisfirði. Aðgangur er ókeypis og í boði verður kaffi og kex.
Eva Beierheimer er myndlistarmaður frá Austurríki sem hefur búið og starfað í Svíðþjóð síðan 2007. Hún nam við Akademie der bildenden Künste í Vín og í Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi. Árið 2004 var hún gestanemandi við Listaháskóla Íslands. Eva vinnur með ólíka miðla s.s. innsetningar, skúlptúra, grafík, klippimyndir, teikningar, ljósmyndun, vídeó og margmiðlun. Nálgun hennar er oft bundin við stað og innihald, þar sem hún notar tilbúinn strúktúr til að vinna út frá við gerð skúlptúr innsetninga og tvívíð abstrakt verk. Hún tvinnar einnig saman textabrotum og skoðar þá virkni þeirra innan listaverksins.
Við dvöl sína í Skaftfelli ætlar Eva að skoða umhverfið með því að fara í göngur þar sem hún skrásetur láréttar línur og safna breytilegar skuggamyndir þeirra í leiðinni með því að ljósmynda það sem er framundan með reglulegu millibili. Samansafn láréttu línanna verður upphafið af nýjum skúlptúrum og grafík myndum.
Samuel Brzeski (f. 1988, UK/NO) vinnur á mörkum texta og myndlistar. Þar rannsakar hann sambandið milli tungumáls og tilfinningu í póst stafrænum heimi. Sú vinna felur í sér að skoða margþætta möguleika í tungumáli til að skapa og/eða varpa fram efasemdum um merkingu, frásögn og reynslu. Niðurstöður sínar setur hann fram í formi fjöltækni innsetninga, texta og gjörninga, þar sem ætlunin er að skoða stafræna menningu út frá sjónarhorni mismunandi gerðir texta og raddar.