Magdalena Noga – Jafnvel þó að það kunni að valda skaða

27. júlí – 3. október 2021, Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró 

Opið daglega kl. 12-22.

Þriðjudaginn 27. júlí opnar Magdalena Noga sýningu á Vesturvegg í bistrói Skaftfells. Vegna nýrra samkomutakmarkana verður ekki sérstök opnun en sýningin mun standa til 3. október og hvetjum við alla áhugasama að kíkja við.

Magdalena hefur verið lærlingur Skaftfells í sumar með styrk frá ERASMUS. Hún er ljósmyndari frá Póllandi en útskrifaðist með BA gráðu í pólskum málvísindum í Jagiellonian University og MA gráðu í list- og hönnun frá Pedagogical University í Kraká. Hún vinnur með ólíka miðla og hefur reynslu af því að skipuleggja sýningar og útgáfu ljósmyndabóka.

„Á sýningunni Jafnvel þó að það kunni að valda skaða, skoðar Magdalena Noga hvernig kynni okkar við heiminn skilja eftir sig ör og hvernig þessi ör gera okkur meðvituð um ábyrgðina sem við höfum gagnvart innihaldi hugmynda okkar og afleiðingarnar af því að takast á við það meðvitað. Hún setur fram hina sársaukafullu hreyfingu samverkunar og sjálfsvitundar. Við teygjum okkur eftir öðrum (hlutum, fólki, náttúru) sem persónugerfir þessar hugmyndir og endum undir áhrifum þar sem við burðumst með það sem var upprunlega til staðar og sem sönnunargagn um afleiðingar þess. Samansafn þessara skemmda er það sem gerir okkur að þeim sem sjá lengra en í gegnum gagnsætt efni, sem framsetning á einhverju fyrir utan; enn fremur verur sem eru meðvitaðar um áþreifanleika sinn og hættuna á nánustu áhrifum okkar, bæði á okkur sjálf og aðrar verur í líkingu okkar.

Enn fremur reynir verkefnið á efnivið ljósmyndunar og takmarkar tryggð við fulltrúa annarra. Magdalena reynir að þenja þau mörk sem efnislegir þættir ljósmyndunar þjóna, ekki aðeins til að gleyma, heldur til að benda á aðra hluti; hvernig eigin efnisleiki þess getur þjónað sem framsetningarmáti. Loks, ef til vill, talar það fyrir nánari löngun listamannsins: þó að það gæti verið sársaukafullt, að búa inni í og meðal hluta mynda hennar.“

Luiz do Valle Miranda