Home » 2005

MYNDBREYTINGAR

02 júl 2005 – 13 ágú 2005
Aðalsýningasalur

Á sýningunni vinn ég með ryk.  Skilgreining mín á ryki nær til alls sem þyrlast, þe. hins duftkennda. Ryk er m.a. til af því að við erum til og er hluti hins daglega lífs, líkt og listin hvort sem okkur líkar það betur eða verr.  Ryk verður til vegna athafna okkar og annarra náttúruafla. Ryk er afleiðing sköpunar og í tilfelli sýningarinnar einnig orsök sköpunar og er þannig bæði upphaf og endir.  Rykið er hráefnið sem verður hinn sýnilegi hluti sýningarinnar. Sýningin er innsetnig og sem slík er hún aðeins til þann tíma sem hún stendur.  En hún verður áfram til í einingum sem ef til vill setjast síðar saman á nýjan hátt, líkt og rykið sem þyrlast og sest á ný.  Ryk skráir bæði tíma og hreyfingu, endalaus hringrás.

 

Inga Jónsdóttir
Hafnarbraut 29
780 Hornafirði
sími: 478 1369 / 895 1369

Nám:
Ýmis myndlistarnámskeið m.a. hjá Hildi Hákonardóttur
Myndlistaskóli Reykjavíkur 1983-85
Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1985-89
Academie der Bildenden Künste, München, Þýskalandi, 1989-92
Seminar on Art, Sumarháskóli HÍ, ágúst 1998

Styrkir og viðurkenningar:
Útskriftarverðlaun MHÍ, skúlptúr, 1989.
Danner-Stiftung Preis, 1992.
Kardinal Wetter förderpreis, 1992.
Sýningarstyrkur frá Kulturreferat München, 1992.
Listamannalaun 1 ár 2002.

Einkasýningar:
Áttir, Listahátíðin Á  Seyði 1995.  Plakatsýning á auglýsingastöndum við Gerðuberg í Reykjavík, á Silfurtorginu á Ísafirði, í göngugötunni Akureyri og við brúarendann á Seyðisfirði.  Útgáfa á samanbrotnu plakati í tengslum við sýninguna.
Skjámyndir/Window shopping, Listahátíðin á Seyði 1996.  Útiverk, sett upp í rústum 19. aldar verslunarhúss á Vestdalseyri við Seyðisfjörð.
Átthagafræði og stærðfræði, innsetning í Skóla, Listahátíðin á Seyði 1998, Seyðisfirði.
Ættarmunstrið, innsetning í Listasafni Árnessinga, Selfossi, 1999.
Innsetning um orku og tíma, Skriðuklausti, 2003.
Ryk, Listasafni ASÍ, Reykjavík 2003.
Myndbreytingar, Skaftfell, Listahátíðin Á Seyði 2005, Seyðisfirði.

Samsýningar:
MHÍ 1998, Kjarvalsstöðum.
Árssýningar akademíunnar í München, 1991 og 1992
Ort/meditation 1992, sýning fyrir Danner-stiftung verðlaunaveitingu.
jETZT 1992, Künstlerverkstatt Lothringerstrasse, München.
Leib und Leben 1992 og 1993, sýning verðlaunahafa í Kardinal Wetter Förderpreis í München og Freising.
Kornbrust  und seine Studenten 1992, Museum St.Wendel, Gallerie im Hof og Gallerie im Zwinger, St.Wendel, Þýskalandi (Sýning til heiðurs próf. Kornbrust, – valdir nemendur).
Útisýning Myndhöggvarafélagsins 1993, Hveragerði.
Plaköt um Seyðisfjörð 1994,  Farandsýning um mannlíf í vinabæjunum, Seyðisfjörður, Lyngby, Askim, Huddinge, Vanda og Nuuk.
Botngróður 1995, útisýning í Hallormstaðaskógi.
Listasumar á Akureyri 1995, skúlptúrsýning Myndhöggvarafélagsins
Kristnitaka í Skálholti 1997, útisýning Skálholti.
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík 25 ára 1997, sýning í húsnæði félagsins að Nýlendugötu Reykjavík
Strandlengjan1998, útisýning í Reykjavík.
List fyrir allt 1998, sýning í minningu Dieters Roth, Seyðisfirði.
Kasseq 1999, Sisimiut á Grænlandi.
Strandlengjan 2000, Útisýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000.
Lágmyndir, málverk og skúlptúr 2000, Pakkhúsið, Höfn í Hornafirði.
Staub 2001,  Voxlheimer Kunstverein, Þýskalandi.
Jöklasýning 2001, Höfn í Hornafirði.
Camp-Lejre 2001, Lejre Danmörku (www.camp1.dk).
Eldhúsgallerí MHÍ 2001, Nýlendugötu, Reykjavík (www.??).
CAMP-Hornafjörður 2002, Höfn í Hornafirði (www.camp2.is).
Ferðafuða 2002, Listahátíðin Á Seyði, Seyðisfirði.
Ferðafuða 2003, Vestmannaeyjum, Kjarvalsstöðum Reykjavík.
Í hlutanna eðli 2004, Árbæjarsafn.
Í hlutanna eðli 2005, Akranesi-Ísafirði-Höfn-Seyðisfirði-Siglufirði.
Myndgaldur Safnasafnið Svalbarðsströnd, 2005

Önnur störf tengd myndlist:
Valin í lokaða samkeppni um gerð útilistaverks við Fjölbrautarskóla Suðurnesja, 1994.
Í menningarmálanefnd Seyðisfjarðar 1994-1996.
Framkvæmdastjóri fyrstu sýningarviðburðanna “Á SEYÐI”, 1995 og 1996.
Vann leikmynd við leikritið Aldamótaelexír, 1995.
Kennsla við myndmennt og smíðar á Seyðisfirði 1993-4.
Kennsla í myndmennt við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu 1998, 1999 og 2005.
Formaður menningarmálanefndar á Höfn í Hornafirði frá 1998-2002.
Formaður framkvæmdanefndar um Jöklasýningu á Höfn í Hornafirði 2000.
Formaður undirbúningsnefndar um stofnun Jöklaseturs á Höfn í Hornafirði 2001.
Verkefnisstjóri Jöklasýningar á Höfn í Hornafirði 2001- 2005.
Í sýningarstjórn Skaftfells á Seyðisfirði frá 1996.
Í sýningarstjórn Strandlengjunnar 2000.
Í stjórn Myndhöggvarafélagsins 2000-2001
Kennsla á myndlistarnámskeiðum á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og FNA.
Verkefnisstjóri CAMP-Hornafjarðar, 2002.
Menningarfulltrúi við Menningarmiðstöð Hornafjarðar 2003 – 2005.
Menntaþríhyrningurinn, Sókrates/Grundtvig verkefni á vegum Opna listaháskólans, 2004 (http://xs1.lhi.is/~menntathrihyrningur/#)

Ég fæddist á Selfossi, en ólst upp í Hveragerði, Selfossi og Reykjavík.  Hef verið, fyrir utan þessa staði, búsett í Bandaríkjunum, Danmörk, Þýskalandi, Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði.
Skúlptúrar mínir og innsetningar eiga alltaf sterka staðbundna tilvísun og þá skiptir máli hvaða táknmál býr í efni, formi og staðarvali.