Home » 2013

PRJÓN: Gjörningaverkefni

Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS)
Brent Birnbaum (US)
Gavin Morrison (GB/F) – í samstarfi með Karen Breneman (US)
Karlotta Blöndal (IS)

Yvette Brackman (US/DK)
Sýningarstjóri: Ráðhildur Ingadóttir

Gjörningadagskrá:

16.-24. maí
Teiknigjörningur
Skaftfell – sýningarsalur
Brent Birnbaum
Miðvikudagur 22. maí Fimmtudagur 23. maí
Kl. 17:00
LITIR
Stálbúðin, Fjarðargötu 1
Karlotta Blöndal
Kl. 17:00
LÍNA
Siðasti ljósastaurinn á Hafnargötu
Karlotta Blöndal
Kl. 18:00
ANDARGUGGI: óperu gjörningur
Angró höfnin
Ásta Fanney Sigurðardóttir
& Gavin Morrison
Kl. 18:00
ANDARGUGGI:
óperu gjörningur
Brúin á Lónsleira
Ásta Fanney Sigurðardóttir
& Gavin Morrison
Föstudagur 24. maí Laugardagur 25. maí
Kl. 17:00
FÁLMAR
Skaftfell – sýningarsalur
Karlotta Blöndal
Kl. 11:00
MINNINGARÆÐA Í YFIRGEFINNI
JARÐARFÖR

Smábátahöfnin
Gavin Morrison & Karen Breneman
Kl. 18:00
ANDARGUGGI:
óperu gjörningur
Síldarvinnslan
Ásta Fanney Sigurðardóttir
& Gavin Morrison
Kl. 13:00
LITIR OG UMHVERFIS
Skaftfell – sýningarsalur
Gestur: Borghildur Tumadóttir
æliohliug
Kl. 21:00
TAKK
Skaftfell – sýningarsalur
Brent Birnbaum
Kl. 15:00
UMSKIPTINGURINN OG VEGGURINN
Skaftfell – sýningarsalur
Yvette Brackman
Kl. 22:15
LITIR OG UMHVERFI
Skaftfell – sýningarsalur

Gestur: Borghildur Tumadóttir
 Kl. 18:00
ANDARGUGGI:
 
óperu gjörningur
Bláa kirkjan
Ásta Fanney Sigurðardóttir
& Gavin Morrison

 

Um verkefnið:

Skaftfell efnir til samkomu tileinkaða gjörningalistforminu. Fimm myndlistarmönnum verður boðið í tvær vikur til Seyðisfjarðar í þeim tilgangi að gera tilraunir með gjörningaformið og nálgast hugmyndavinnu og viðfangsefni á nýjan hátt. Allir þessir listamenn eiga það sameiginlegt að hafa lítið sem ekkert stuðst við þetta listform við útfærslu á hugmyndum sínum.

Gjörningaverkefnið byggir á þeirri staðhæfingu að áþreifanlegt birtingarform listaverks sé eingöngu brot af veruleika þess. Hin raunverulegi kjarni listasköpunar er samspil innihalds og aðferðar. Hugsunarferli, innsæi og lífsviðhorf listamannsins er grundvallarforsenda frumsköpunar, en ekki færni og fínslípun í ákveðinni tækni.

Dagskrá samkomunnar verður opin og sjálfsprottin. Listamennirnir munu flytja verk sín með litlum fyrirvara, hvar og hvenær sem þeim hentar. Víðs vegar um bæinn er að finna veggspjöld þar sem listamönnunum verður kleift að auglýsa gjörninga sína. Þar af leiðandi taka veggspjöldin stöðugum breytingum eftir því sem að dagskráin þróast.

Æviágrip listamanna

Ásta Fanney Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík og útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún tók þátt í að stofna Kunstschlager sem er sýninga- og sölurými fyrir myndlist staðsett miðsvæðis í Reykjavík.

Brent Birnbaum er fæddur í Dallas, Texas á ári snáksins og býr nú á Rockaway strönd í Queens í New York. Það kemur flestum meira á óvart að hann sé ekki skráður á fésbókinni heldur en sú staðreynd að það var frændi hans fann upp á „Bedazzlernum“ (verkfæri til að festa gervidemanta og smelluhnappa á flíkur). Nýlegar einkasýningar Brents voru m.a. sýndar í Second Street Gallery í Charlottesville í Virginíu og Scope í Miamí. Hann kom fram á sjónvarpsstöðinni VH1 sem „Listamaðurinn sem þú ættir að þekkja“ auk þess sem tekið var viðtal við hann í almenningsútvarpi New York vegna Vanilla Ice-safnsins hans. Brent vinnur nú að undirbúningi sinnar fyrstu sýningar frá því hann sýndi safn sitt af notuðum smokkum á alþjóðlegum degi alnæmis á Museum of Fine Arts í Boston. Síðar á þessu ári mun Brent opna sýningu sem er innsetning sem mun rúmast í níu herbergjum í Casino Luxembort – Forum d´art contemporain og í kjölfarið opnar hann gagnvirka skúlptúrasýningu í Space Gallery í Portland, Maine.

Gavin Morrison er sýningastjóri, rithöfundur og útgefandi búsettur í Marseille, Frakklandi. Hann er þátttakandi í skiptiprógrammi á vegum arkitektadeildar Háskóla Edinborgar og meðstjórnandi rannsóknarverkefnisins „Hvað er fáfræði?“ á vegum Konunglega listaháskólans í Stokkhólmi. Þar að auki er hann stjórnandi Atopia Projects sem fæst við sýningarstjórn og útgáfu. Um þessar mundir vinnur hann að sýningu um móderníska arkitektinn Berthold Lubetkin fyrir Listaháskólann í Tbilisi, Georgíu og nýverið hóf hann samstarf með fjölda ólíkra listamanna, þar með talið A History of Type Design ásamt Scott Myles. Meðan á gjörningaverkefninu Prjón stendur mun Gavin vinna í samstarfi með Karen Breneman sem er fædd í Sarasota, Flórída. Karen býr nú og starfar í Edinborg en hún stundaði nám í myndlist við Háskólann í Mið-Flórída og lauk námi með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Edinborg. Hún hefur bæði sýnt í Evrópu og Bandaríkjunum.

Karlotta Blöndal er myndlistarmaður sem starfar í mismunandi miðlum og birtast verk hennar í ólíku samhengi. Auk þess að vera starfandi myndlistarmaður tekur hún reglulega þátt í listamannsreknum verkefnum . Hún hefur bæði ritstýrt og verið meðútgefandi tímaritsins Sjónauka (tímarit um myndlist og fræði) og kemur reglulega að myndlistarkennslu. Meginviðfangsefni myndlistar Karlottu hefur verið hugmyndin um tungumálið og miðlun þess, svo og litir og efniviðurinn sem slíkur og eru verk hennar eru oft rýmistengd. Karlotta útskrifaðist frá Listaakademíunni í Malmö 2002 og býr nú og starfar í Reykjavík.

Yvette Brackman er listamaður og rithöfundur. Listsköpun hennar tekur á sig ólíkar myndir t.d. í formi innsetninga, skúlptúra, gjörninga, myndbanda og texta. Í verkum sínum kryfur hún þemu á borð við samband líkamans við rými og minningar; samspil uppruna og sálræns áfalls vegna uppflosnunar og útlegðar; menningarlega afkomu og aðlögun, og pólitísk kerfi og afleiðingar þeirra. Yvette gegndi stöðu prófessors við myndlistardeild í Konunglegu listaakademíuna í Danmörku frá 2000–2007. Hún býr nú og starfar í Kaupmannahöfn og hefur sýnt víða bæði í heimalandi sínu og utan þess.