Rithöfundalest(ur) 2018

Að venju mun Rithöfundalestin ferðast um Austurland og að þessu sinni mun hún hefja ferðalagið á Seyðisfirði fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00 í Herðubreið. Rithöfundarnir sem fram koma eru Einar Kárason, Gerður Kristný, Kristborg Bóel, Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Benný Sif Ísleifsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson ásamt nokkrum þátttakendum úr Skapandi skrifum hópnum undir leiðsögn Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo.

Aðgangseyrir 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum.

Að rithöfundalestinni standa Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell menningarmiðstöð og UMF Egill Rauði. Eins og áður sagði hefst lestinn á Seyðisfirði í Herðubreið kl. 20:00, föstudagskvöldið 6. des. verður hún í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 20, laugardaginn 7. des. á Skriðuklaustri kl. 14:00 og í Miklagarði á Vopnafirði kl. 20:30.