Rithöfundalest(ur) 2020

Eins og svo margt á þessu skrítna ári verður Rithöfundalestin á Austurlandi með breyttu sniði í ár; upplestur rithöfunda mun fara fram á Austurfrétt þar sem myndbönd munu birtast með reglulegu millibili fram að jólum. Einnig mun barnabókarithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsækja grunnskólana á Austurlandi og kynna fyrir börnum bækur sínar. Við hvetjum alla fjær og nær að fylgjast vel með upplestrum á Austurfrétt!