Sequences – Rómantíkin rannsökuð

Myndlistarhátíðin Sequences 2021 lauk nýverið og tók Skaftfell þátt með því að halda utan um viðburð eftir myndlistarmanninn Önnu Margréti Ólafsdóttur sem fram fór á Seyðisfirði. Anna Margrét bauð upp á upplifunarviðburð þar sem hún krufði, ásamt þátttakendum, hugtakið rómantík. Í fjóra daga bauð hún tuttugu Seyðfirðingum að koma með sér í göngutúr til að velta fyrir sér hugtakinu með alls kyns æfingum og spjalli. Í lok vikunnar hélt hún svo opin viðburð í Herðubreið sem nefndist Samdrykkja. Sýningarstjórar hátíðarinnar voru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson.