Sidsel Carré: Åndedrættet – Andardrátturinn

Fimmtudaginn 21. mars, kl. 19:00 – 22:00, kaffishúsið/gallerí í Herðubreið

Sidsel Carré (DK) mun sýna ný málverk og verk í vinnslu sem hún hefur unnið að við vinnustofudvöl sína í Skaftfelli í febrúar og mars.

Kaffihúsið verður opið og allir eru velkomnir. 

Um listamanninn: 

Sidsel Carré (DK) nam málun við Danska konunglega listaháskólann og útskrifaðist þaðan árið 2015. Við dvöl sína í gestavinnustofu Skaftfells hefur Sidsel unnið að nýjum málverkaseríum og í ferlinu hefur hún notað vatnslitapappír. Innihald seríanna byggir á spennunni á milli þess óefnislega, fallvaltleika raunveruleikans og hins tilbúna, og ferli vinnunnar sem leiðir að niðurstöðu verksins, þ.e. málverk.

“Við lifum á viðkvæmum tíma í tengslum við endanleika og hraða, líkt og tíminn væri dofnandi ljós. Málverkin snerta á ljósum og litum og ögrar hugmyndinni um að nóttin sé búin til úr öðru efni en dagurinn. Nóttin er búin til úr lit. Hún er lýst upp. Nóttin felur ekki í sér frásögn um það sem hverfur og geymir ekki leyndarmál.”