Sjón-hljómleikar

Sjón-hljómleikar í Herðubreiðar bíói, Seyðisfirði
Sunnudaginn 20. febrúar kl. 16:00

Listamennirnir Konrad Korabiewski og Litten kynna hljóð/bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’ á tónleikum þar sem raftónlist og kvikmynd blandast saman við hljóðfærablástur listamannsins Roger Döring (http://www.dictaphone-music.de).

Tónleikarnir í Herðubreið á Seyðisfirði eru ,,live“. Frítt inn.

Listamennirnir Konrad Korabiewski, Litten og Roger Döring munu einnig spila í 12 Tónum, Reykjavík þann 25. febrúar ásamt því að kynna bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’

Tónleikarnir eru styrktir af Goethe stofnuninni.

‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’
(Affected as only a human being can Be)
Hljóð/bókverk listamannatvíeikisins Konrad Korabiewski og Litten er frumlegt verk þar sem möguleikar bókverksins sem gagnvirks miðils eru kannaðir. Verkið hefur verið tilnefnt til hinna virtu Swatch Young Illustrators verðlaunanna í Berlín.
Ýtarlegri texti um verkið á ensku er hérna að neðan.
http://www.paavirketsomkunetmenneskekanvaere.dk