Stafrænt handverk – fræðsluverkefni 2014-2015

Í september 2014 var fræðsluverkefninu Stafrænt handverk hleypt af stokkana. Verkefnið leggur áherslu á samspil sköpunar og sjálfbærni, og er hannað fyrir nemendur í 5. -7. bekk.

Í verkefninu læra nemendur að búa til eigin litarefni og málningu úr hráefnum sem er finna í nærumhverfi. Að því loknu er notast við snjalltækni til að yfirfæra litinn á stafrænt form og búin til litapalletta. Þátttakendur setja sig í spor rannsakenda og skrásetja hvert stig í vinnuferlinu með ljósmyndum sem er svo miðlað í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Það opnar fyrir möguleikan að nemendur í mismunandi bæjarfélögum verið í gagnvirkum samskiptum hver við annan.

Litapalletta unnin úr efnivið frá Fellaskóla, Egilsstaðarskóla, Nesskóla og Seyðisfjarðarskóla í lok árs 2014.

Stafrænt handverk er öllum aðgengilegt á veraldarvefnum og er þátttaka er gjaldfrjáls: stafraenthandverk.tumblr.com

Verkefnið er unnið í samstarfi við Seyðisfjarðarskóla og RoShambo.
Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og Menningarráði Austurlands.