Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára

Skaftfell býður upp á skapandi sumarnámskeið í júní og ágúst. 

18.-29. júní fyrir börn fædd 2008-2011
Námskeiðsgjald: 13.000 (20% systkinaafsláttur)

13.-17. ágúst fyrir börn fædd 2008-2012
Námskeiðsgjald: 6.500 (20% systkinaafsláttur)

/www/wp content/uploads/2018/05/stamp 5Um er að ræða námskeið með áherslu á listsköpun, útiveru og leiki. Ýmist fer námskeiðið fram innanhúss eða utan, allt eftir veðri og stemmningu. Meðal annars verður farið í stutta göngutúra með það í huga að skoða náttúruna frá ólíkum sjónarhornum; t.a.m. út frá náttúruvísindum, umhverfisvernd og sköpun. Einnig verður farið í alls kyns leiki sem örvar ímyndunarafl og færni barnanna við að skapa t.d. teikna, móta og prenta.

 

/www/wp content/uploads/2018/05/stamp 8

Námskeiðið fer fram kl. 9:00-12:00, virka daga.

Kennari er Ida Feltendal. Ida talar dönsku og ensku en getur bjargað sér ágætlega á íslensku. Hanna Christel, fræðslufulltrúi Skaftfells, verður henni innan handar.

Hámarksfjöldi: 10

  • Börnin mæta sjálf með nesti að heiman
  • Allt efni við listsköpun er innifalið í námskeiðsgjaldi

Mæting verður á hverjum morgni í rauða skóla og fer námskeiðið fram innandyra þar. Utandyra heldur hópurinn sig nálægt rauða skóla en fer einnig í stutta göngutúra.

Skráning fer fram á: fraedsla(a)skaftfell.is fyrir 1. júní