SYLT/SÍLD: laugardaginn 28. apríl kl.17

Laugardaginn 28. apríl mun útiskúlptúrinn Sylt / SÍLD – eyja á eyju eftir listahópinn GV verða afhjúpaður.

Verkið var þróað og unnið  á meðan að fjögurra vikna búsetu hópsins stóð í gestavinnustofu Skaftfells. Form verksins vísar í eyjuna Sylt, sem var áður skrifað Síld, og er staðsett við norðurströnd Þýskalands.

Í Bókabúðinni-verkefnarými kl. 17 verður haldin móttaka, og í kjölfarið farið að Sylt / SÍLD, verkið afhjúpað og vígt.