Home » 2008

TRANSPORT

Aðalsýningasalur

01 nóv 2008 – 23 nóv 2008

Transport er sýning tíu nemenda Konunglegu Listakademíunnar í Kaupmannahöfn, auk þriggja gestanemenda. Sýnendur eru flestir nemendur í deild Tuma Magnússonar við ademíuna. Í deildinni er unnið með ýmsar aðferðir listarinnar, oftast þó tengt málverki á einhvern hátt.

Tumi Magnússon leiðir hópinn frá Kaupmannahöfn til Seyðisfjarðar með viðkomu í Reykjavík. Í Reykjavík kynna þau verk sín í Listaháskóla Íslands og skoða jafnframt aðstöðuna við skólann. Frá Reykjavík fara þau svo akandi á tveim bílum til Seyðisfjarðar með næturstoppi að Núpum í Ölfusi. Hópurinn mun dvelja á Seyðisfirði í viku tíma þar sem þau munu vinna að uppsetningu sýningarinnar í Skaftfelli. Sýningin mun að hluta samanstanda af verkum sem hópurinn tekur með sér að utan en þau munu einnig vinna töluvert af sýningunni á staðnum. Þau munu vinna út frá þeim hugrenningum sem kvikna út frá staðnum, ferðinni, umbreytingunni og ástandinu.

Opnun sýningarinnar verður klukkan 16 laugardaginn 1. nóvember.