Velkomin Edda Kristín Sigurjónsdóttir

Skaftfell býður velkomna Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur sem gestalistamann í janúar. Edda Kristín Sigurjónsdóttir (1978) býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar og lífið allt þar sem hvort er órjúfanlegt hinu, snýst um að finna hægt og rólega leiðina heim til hjartans – að heiðra það sem er hér og nú. Matur sem efniviður, töfrandi heimur plönturíkisins og trú á mátt þess að óska sér eru henni hugleikin og samofin ólíkum verkefnum hennar.