Velkomin Heejoon June Yoon

Skaftfell býður Heejoon June Yoon hjartanlega velkomna sem gestalistamann í janúar. Heejoon June Yoon er þverfaglegur listamaður og kennari. Verk hennar miða að því að afhjúpa vistfræði fáránleikans og óeðlilegs umhverfis innan nútíma samfélagsins með hljóð-og mynd miðlum. Nýleg verk Yoon fjalla um líkama, form og lögun í tenglsum við semíótískar kenningar.
Hún dregur innblástur af því hvernig fjölmiðlatækni gefur nýjar leiðir til að skynja og eiga samskipti, og veldur mikið af misskilningi, og er hún að vinna að röð landslagsmynda og portrettmynda af óþekktum klumpum með gervigreind. Hún safnar gögnum vélarinnar sem unnin eru út frá hand teikningum hennar og stefnir að því að gera innsetningu sem sönnun fyrir staðsetningu þeirra landslagsmynda sem ekki eru til. Með því að bregðast á virkan hátt við stafrænni mynd sem líkir eftir landslagi efnisheimsins, stefnir hún að því að kanna margvíða tilveruna og hið flókna stigveldi raunveruleika og sýndarveruleika, og hvernig það mótar skynjun okkar á heiminum.