Velkomin Katia Klose

Við bjóðum Katiu Klose hjartanlega velkomna í gestavinnustofu Skaftfells í mars. Katia, fædd árið 1972 í Berlín, vinnur sem ljósmyndari og fyrirlesari í Leipzig, Þýskalandi. Kjarninn í verkum hennar er könnun á veruleikanum með tilliti til munúðlegra og ljóðrænna eiginleika hans. Eiginleiki ljósmynda sem heimild blandast saman við rannsókn á duldum tengslum mannlegrar tilveru í samræðum við umhverfi og náttúru.
Í dvöl hennar á Seyðisfirði býst hún við nýjum hvötum sem auðkennast af spennu milli náttúru og sífellt vafasamri notkun siðmenningar þegar kemur að tækni og miðlun.