Velkomin listakona Dianne Bos

Skaftfell býður hjartanlega velkomna Dianne Bos, ljósmyndara frá Calgary í Kanada og nýjasta gestalistamanninn í samvinnu við Ströndin Studio. Dianne er þekkt fyrir myndir sem hún tekur með gatvörpu og mun stýra vinnustofum við Ströndina um óhefðbundin ljósmyndunarferli, sem eru hluti af hinum mánaðarlöngu Ljósmyndunardögum á Seyðisfirði, sem Ströndin Studio hefur skipulagt.