Velkomin Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir

Skaftfell býður Þóri Frey Höskuldsson og Fjólu Gautadóttur hjartanlega velkomin sem gestalistafólk í febrúar.

Fjóla er dansari, hljóðhönnuður, rithöfundur og plötusnúður. Hán hefur bakgrunn í bæði klassískum dansi og tónlist og lauk BA námi í dansi og kóreógrafíu frá HZT í Berlín árið 2019. Fjóla starfar sem hljóð hönnuður fyrir dans og gjörningalist í Berlín.
Þórir er mynd- og hljóð listamaður með BA gráðu frá ArtScience Interfaculty í Royal Academy of Art í Haag. Verkin hans taka oft á sig form gjörninga í innsetningum þar sem hann blandar saman hljóði, myndum og töluðu máli. Hann stofnaði ásamt öðrum, útvarpsstöðina Útvarp Súðarvogur.

Í Skaftfelli munu þau vinna að útvarpsleikriti sem gerist í framtíðinni, um föður og dóttur sem æfa töfrasýningu þar sem þau búa í eyðimörkinni. Þau fylgja þannig hefð fyrir samfélagsútvarpi á Seyðisfirði og er ætlunin að halda vikulegan útvarpsþátt með brotum úr verkinu, hugleiðingum um úrvarpið sem miðil, með innkomu gesta, bæði á staðnum og í gegnum útvarpsbylgjur.