Velkominn Frederik Heidemann

Skaftfell býður Frederik Heidemann hjartanlega velkominn sem gestalistamann í febrúar. Frederik Heidemann er listamaður sem vinnur með tónlist, gjörningalist og útvarp. Hann gerir samsett verk og vinnur með ólíka hluti, allt frá útvarps mixteipum til hringitóna. Hann leggur reglulega til efni fyrir Thelakeradio.com og Groupcrit.net og er einn hluti af tvíeykinu Yrdloop. Á meðan dvöl hans í Skaftfelli stendur mun hann rannsaka ósagða sögu tónlistar Dieter Roths ásamt útgáfu hans Dieter Roth Familienverlag.

http://frederikheidemann.dk/