Home » Frásagnasafnið 2011-2012

Frásagnasafnið 2011-2012

Verkefnið Frásagnasafnið stóð yfir á árunum 2011-2012Tilgangurinn var að safna frásögnum allra íbúa Seyðisfjarðar á tímabilinu og varðveita einskonar svipmyndir sem saman lagðar gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Frumkvæði af Frásagnasafninu kom frá listrænum stjórnandi Skaftfells 2011-2012, svissneska listamanninum Cristoph Büchel. Verkefnið er unnið í samvinnu við Þjóðfræðistofu en söfnunin fór fram samtímis á Ströndum og á Seyðisfirði.

Söfnun á frásögnum í Frásagnasafnið lauk formlega ljúka hinn 1. desember og söfnuðust um tvö hundruð frásagnir frá íbúum Seyðisfjarðar. Afrit af Frásagnasafninu voru afhent til varðveislu Bókasafns Seyðisfjarðar, Héraðskjalasafns Austfirðinga og Tækniminjasafns Austurlands.

Um Skaftfell og Frásagnasafnið / Skaftfell and The Narrative Collection from Skaftfell on Vimeo.

Það er einstakt að geta kortlagt endurminningar heils samfélags. Slík yfirsýn veitir ekki einungis innsýn í samfélagið heldur er það einstæð samtímaheimild. Heimild um mannlega tilvist, heimild um gang tímans, samspil kynslóðanna og þann grunn er liggur á bak við samtímann.

Frásagnir hafa verið teknar upp á myndband og verið til sýnis í bækistöð verkefnisins, söfnunarmiðstöðinni, í aðalsýningarsal Skaftfells. Söfnunarmiðstöðin var formlega opnuð 17. júní 2011 og þar gátu gestir horft á frásagnir og kynnt sér verkefnið. Miðstöðin var opin í átta mánuði og bættust frásagnir sífellt við.