Home » Bistró

Bistró

Í Bistrói Skaftfells er boðið uppá ilmandi kaffi, tertur og sætindi, seðjandi mat, pizzur, öl, vín og aðrar veigar. Skaftfell er aðsetur Dieter Roth Akademíunnar á Íslandi og er veitingastofan innréttuð í anda meistara Dieter Roth. Þar er hægt að skoða bókverk hans og annara bókverka og listaverkbóka í bókasafninu.

Um Bistróið

Night_MG_0853Bistróið er hannað af Birni Roth. Í suð-austurhorninu er svæði sem hann tileinkar föður sínum, svissneska myndlistarmanninum Dieter Roth (1930-1998). Allt frá því Dieter hóf að venja komur sínar á Seyðisfjörð upp úr 1990 gegndi hann mikilvægu hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga. Skaftfellshópurinn samanstendur af fólki sem naut örlátra og góðra samvista við Dieter og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi sem hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði. Hillurnar og borðið eru með sama hætti og Dieter vildi hafa á vinnustofum sínum auk þess sem pappír og ritfæri eru ávallt við höndina. Öllum teikningum, skissum og kroti sem gestir skilja eftir er safnað saman og síðan bundið í árbók. Ritröðin er í anda tímaritsins Tímarit fyrir allt (1975-1987), tímaritið var án ritstjóra og birti allt efni sem sent var inn. Hægt er að skoða tímaritin og eldri árbækur í bókasafni Skaftfells.

Day_MG_8260Bókasafn Skaftells er samansafn list- og fræðibóka, bókverka, sýningaskrára, gestvinnustofu- og verkefnarita, ársrita og annarra texta. Í bókasafninu er einnig að finna sérstakt safn bókverka eftir Dieter Roth ásamt skráa og heimilda um líf hans sem listamanns. Sumar bókanna hafa borist miðstöðinni í gegnum listamenn sem hafa dvalið í gestavinnustofum, aðrar hafa áskotnast í gegnum tíðina og jafnvel verið leynilega afhendar safninu. Safnið er opið almenningi – til að kanna og njóta – við biðjum gesti einfaldlega að hafa í huga að bækurnar eru okkur kærar.

 

 Skaftfell Bistró er á:

Uppfært 08.09.17

Ljósm: Paula Prats