Annan hvern dag, á öðrum stað // Varannan Dag Någon Annanstans // Joka Toinen Päivä Jossain Muualla

Sýningin Annan hvern dag, á öðrum stað opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 16:00

Ár hvert flytja nokkrir myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands listiðju sína um set og koma sér fyrir á Seyðisfirði. Þessa dagana stendur yfir tveggja vikna námskeið í samstarfi við Skaftfell, Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafn Austurlands. Bærinn Seyðisfjörður hefur þá sérstöðu að vera sögulegur tengipunktur, úr alfaraleið en býr jafnframt yfir ríkulegri menningarsögu og er það fastheldið álit að bærinn sé fyrsta aðsetur menningar á Íslandi. Bærinn er því áhrifarík uppspretta hugmynda sem byggja á sögu, sjálfræði og staðsetningu en mörg verk sýningarinnar byggja einmitt á þessum hugmyndum.

Listnemarnir sem taka þátt í námskeiðinu og eiga verk á sýningunni eru Axel Valur Davíðsson Diego, Bergur Thomas Anderson, Heidi Lampenius, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Jóhanna María Einarsdóttir, Leó Stefánsson, Sebastian Wahlforss og Sigurður Atli Sigurðsson

Sýningin stendur til 1. maí og er opin miðvikudaga til föstudaga frá 13:00 – 17:00 eða eftir samkomulagi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *