Vorsýning myndmennt

Skaftfell hefur undanfarin ár haft umsjón með myndmenntarkennslu í 7.-10. bekk Seyðisfjarðarskóla. Til að fagna skólaslitum verður haldin vorsýningum á völdum verkum nemenda í Bókabúðinni-verkefnarými. Sýningin opnar sunnudaginn 10. júní kl. 16, og stendur til miðvikudagsins 13. júní. Opið verður frá kl. 16-17.

Nemendur í 7. – 8. bekk fengu það verkefni að skoða hús og mismunandi leiðir til að túlka það viðfangsefni, í tví- eða þrívíða miðla.

Nemendur í 9. – 10. bekk kynntu sér líf og list Ásgeirs Jón Emilssonar, Geira. Þau sóttu innblástur frá honum til að vinna að frjálsu verkefni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *