Umhverfi Skaftfells og húsum í kring verður umbreytt í sýningarrými laugardaginn 30. nóvember þegar listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir stóra myndbandsinnsetningu utandyra. Á síðustu vikum hefur Ásdís unnið að draumkenndum og dulúðum myndbandsverkum sem verður varpað á snjóinn og framkalla skynörvandi sjónarspil. Innsetningin mun standa í eina kvöldstund.
Ennfremur verður bein útsending frá viðburðinum kl. 18:00-18:15 sem hægt er að skoða hér: http://new.livestream.com/accounts/430978/events/2571965
Ásdís hefur dvalið í gestavinnustofu Skaftfells í maí og nóvember á þessu ári, með stuðningi frá Norrænu menningargáttinni.
Æviágrip
Með því að meðhöndla myndbandsmiðilinn eins og tónlist, spilar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbrot undir ljóðaupplestri. Hún hefur gert töluvert af umfangsmiklum innsetningum og gjörningum, ásamt ljóðum og ljósmyndum. Með nýrri verkum má nefna Bláa fjallið sem var unnið fyrir „ephemeropteræ 2013”. Þá yfirfærði listakonan sjálfa sig til Los Angeles og lagðist til svefns “lost in a space with no beginning and no end”.
*1976, USA, býr og starfar í Reykjavík
Styrkt af: