Í nýjasta verkefni sínu “Parallel Line Up“ skoðar þýski listamaðurinn Jenny Brockman umhverfið, virkni þess og gagnkvæm tengsl við manneskjuna. Hún rannsakar sérstaklega eldfjallafræði og jarðfræði, en hvor fræðin um sig inniheldur tilurð nýs landslags eða eyðileggingu þess gamla.
Þungamiðja verka Jenny er að kanna hvernig vísindalegum gögnum er safnað. Samhliða því skoðar hún bæði hvers konar áhrif söfnunin og sjónræn framsetning á þeim hefur á áhorfendur.
Dvöl Jenny á Íslandi leiddi hana til að heimsækja Austurland og til Breiðdalsvíkur þar sem henni bauðst að halda áfram að vinna að rannsóknum sínum í Breiðdalsetri. Setrið leggur meðal annars áherslu á að halda uppi heiðri jarðfræðingsins George P.L. Walker, sem gerði framúrskarandi uppgötvanir í rannsóknum sínum á eldfjallafræði. Gögn hans, þ.e. skýrslur, teikningar, bækur og kort, gefa innsýn inn í hvernig hann leysti leyndardóminn um jarðfræði á Austurlandi. Í kjölfarið vann Jenny að því að meta gögnin og kortleggja efnið, ásamt að tengja það við reynsluheim íbúana, þegar hún dvaldi tímabundið sem gestalistamaður í Skaftfelli.
Frá 16. – 26. ágúst mun Jenny halda sýningu í Breiðdalssetri sem byggir á þessari nálgun. Í tengslum við sýninguna mun Jenny halda erindið “Data Flows and Landscape Observations“ þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20.00 í Breiðdalsetri um gagnasöfnun og staðbundin og hnattræn áhrif þess.
Jenny Brockmann (f. 1976, Berlín) nam listfræði í Listaháskólanum í Berlín og kláraði MA í arkitektúr frá Tækniháskólanum í Berlín. Skúlptúrar og innsetningar hennar spana frá lífræna yfir í heimspekilega sviðið. Hún hefur sýnt víðsvegar, m.a. Manege, Pétursborg; Museo de Arte de El salvador, San Salvador; Nordart, Rendsburg; Kasko, Basel; St. Pancras, London; Galerie Gerken, Berlin; Museo para la identidad Nacional, Tegucigalpa; Haus am Lützowplatz, Berlin; Deutsches Generalkonsulat, New York; The Genia Schreiber University Gallery, Tel Aviv; Hudson River Center for Contemporary Art, Peekskill, USA und Kaohsiung Museum of Fine Arts, Taiwan.
Verkefnið er góðfúslega styrkt af Goethe Institute.