Skaftfell, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepp og Vopnafjarðarhrepp opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Austurlandi.
Til sýnis verður úrval íslenskra stuttmynda í Bistróinu, fimmtudaginn 28. jan, aðgangseyrir er 500 kr. Allar myndirnar eru með enskum texta.
Dagskrá – fimmtudaginn, 28. jan
Kl. 20:00 Á sama báti (Ísland 2015, 39 mín.)
Kl. 20:40 Humarsúpa innifalin (Ísland 2015, 48 mín.)
Kl. 21:30 Úrval stuttmynda (Ísland 2015, 91 mín.)
Nánar um myndirnar:
In the same boat – Trailer from Halla Mia on Vimeo.
Á SAMA BÁTI / IN THE SAME BOAT
Halla Mia ICE/CAN 2015 / 39 min
Hugmynd fæðist þegar Védís og Snædís kynnast kanadíska kanóa-leiðsögumanninum Oliviu. Þær mynda átta manna teymi og leggja upp í nokkurra daga svaðilför inn í óbyggðir Temagami-svæðisins í Ontario-fylki Kanada. Samskiptaörðugleikar leiða hópinn í ógöngur og taugasjúkdómur eins ferðalangsins gerir þeim erfitt fyrir.
HUMARSÚPA INNIFALIN / LOBSTER SOUP INCLUDED
Styrmir Sigurðsson ICE 2015 / 48 min
Við fylgjum grínistanum Þorsteini Guðmundssyni frá Reykjavíkur til Hríseyjar þar sem hann á að vera með uppistand. Hann tekur upp á ýmsu á leiðinni: hann syngur, hámar í sig skyndibita og hugsar upphátt um málefni á borð við kynlíf og jólin. Einnig hittir hann á aðra skemmtikrafta sem deila sinni reynslu af „túralífinu“ hér á landi.
REGNBOGAPARTÝ / RAINBOW PARTY
Eva Sigurðardóttir ICE / 15 min
Soffía er 14 ára stelpa sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það hefur meiri áhrif en hana hafði grunað.
ZELOS
Þóranna Sigurðardóttir USA/ICE / 15 min
María er kappsfull kona á fertugsaldri. Hún tekur upp á því að panta sér Zelos klón undir því yfirskyni að það nýtist til húsverka og skapi þannig meiri tíma í faðmi fjölskyldunnar. Hún vill ekki síður standast samkeppni við vinkonu sína Ari sem virðist lifa fullkomnu lífi.
BABEL HF. / BABEL LTD
Smári Gunnarsson ICE / 15 min
Framkvæmdastjórinn fær þrjá af sínum bestu mönnum til að takast á við erfitt verkefni fyrir einn stærsta viðskiptavin þeirra. Skilja þeir óskir yfirmannsins? Skilja þeir hvorn annan? Skilja þeir lausnina?
EYÐIMERKURSPJALL / DESERT TALKS
Ferrier Aurèle SUI/ICE/CHI
Myndbandsverk byggt á samnefndri umræðuröð. Gestirnir velja áfangastað eða slóða í samstarfi við leikstjórann. Þar ræða þeir hugtökin eyðimörk og tómleika.
PYNDING.AVI / TORTURE.AVI
Dan Nicholls CAN/ ICE 7 min
Karen er fórnarlamb þriggja mannræningja sem taka upp myndband þar sem þeir
krefjast lausnargjalds fyrir hana. Karen notar vitsmuni sína til þess að grafa undan sambandi þríeykisins, sem þegar stendur á brauðfótum.
INNFLYTJANDI / IMMIGRANT
Einar Erlingsson & Jón Bragi Pálsson ICE / 4 min
Stúlka frá Mið-Austurlöndum skrifar föður sínum bréf. Frásögn stúlkunnar fer fram á Farsí og segir frá degi í lífi hennar í nýjum og frábrugðnum heimi.
BRÆÐUR / BROTHERS
Þórður Pálsson ICE/GBR / 23 min
Chris er sextán ára. Líf hans tekur beygju þegar stúlka utan af landi kemur óvænt inn í líf hans. En skapstór bróðir hans, David, á eftir að koma þeim í vandræði enn einu sinni.
NARRATIVE CONFLICT
Jónas Haux ICE/DEN / 7 min
Sögumaður reynir að segja hér sögu feimins manns sem manar sig upp í að bjóða konu
á stefnumót. Málin flækjast þegar annar sögumaður er kynntur til leiks sem hefur í hyggju að breyta sögunni, söguhetjum og sviðsetningu.