„Trunt, trunt, tröll og allar aðrar landsins vættir“


Nú stendur yfir listfræðsluverkefnið “Trunt, trunt, tröll og allar aðrar landsins vættir” og hefur verkefnið nú þegar heimsótt 6 skóla: Brúarársskóla, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Egilsstaðaskóla, Nesskóla, Fellaskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar eystra.

Listakonan og kennarinn Solveig Thoroddsen hannaði og kennir verkefnið sem miðast að því að gefa þáttakendum tækifæri að vinna með innsetningalist sem form og skoða umhverfi sitt út frá mannfræðileg sjónarhorni með rýni í þjóðsögur.

Verkefnið er hluti af BRAS og List Fyrir Alla.

Í næstu viku mun verkefnið ferðast til Vopnafjarðar, Öxarfjarðar og Raufarhafnar, Þórshafnar, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar og endar svo á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.



Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *